Hádegið

Jákvæðar horfur í Bandaríkjunum og hvað gerist í Landsrétti?

Í fyrri hluta Hádegisins skoðum við stöðuna á bólusetningum í Bandaríkjunum, en þær ganga vonum framar. Þá rýnum við hagvaxtaspá Alþjóðagjaldeyrissjóðins.

Á fimmtdag í síðustu tók umdeild reglugerð í gildi sem skikkaði alla komufarþega sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi milli fyrri og síðari sýnatöku, þeim sem framvísa vottorði um fyrri sýkingu eða bólusetningarvottorði undanskildum. Nokkrir létu reyna á lögmæti skikkunarinnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag sem úrskurðaði óheimilt hefði verið þvinga fólkið til dvalar á sóttkvíarhótelinu. Ríkið hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms til Landsréttar og viðbúiði er Landsréttur taki málið fyrir og komist niðurstöðu í dag. Við berum málið undir Ólaf Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í seinni hluta Hádegisins. Getur verið það hafi einhverjar stjórnmálalegar afleiðingar í för með sér?

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

7. apríl 2021

Aðgengilegt til

7. apríl 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.