Hádegið

Ríkið áfrýjar og geta lán verið góð?

Í fyrri hluta Hádegisins kíkjum við á heimilisfjármálin með Gunnari Dofra Ólafssyni, stjórnanda hlaðvarpsþáttarins Leitin peningunum. Í dag tekur hann lán - þann nánast óumflýjanlega fylgifisk lífsins - fyrir. Hvað eru góð lán og slæm - innan gæsalappa - og hvernig er hægt greina á milli þeirra?

Í síðari hluta þáttarins einblínum við á kórónuveiruna, og áhrif hennar á samfélög hér heima og erlendis. Á fimmtdag tók umdeild reglugerð í gildi sem skikkaði alla komufarþega sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi milli fyrri og síðari sýnatöku. Undanskildir voru þeir sem framvísa vottorði um fyrri sýkingu eða bólusetningarvottorði. Fimm kærur voru lagðar fram í kjölfarið og þrjár þeirra voru svo teknar fyrir dóm í gær og Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði ríkið mætti ekki skikka þá í sóttkví í sóttvarnahúsi sem kærðu dvölina. Kærurnar voru lagðar fram á þeim grundvelli um ólöglega frelsissviptingu væri ræða. Í gagnkröfu sóttvarnalæknis segir það mat bæði hans og heilbrigðisráðherra aðgerðin lögleg og gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til vernda lýðheilsu. Niðurstöðu Héraðsdóms hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

6. apríl 2021

Aðgengilegt til

6. apríl 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.