Hádegið

Hong Kong að verða hluti af Kína og sniðug sparnaðrarráð

Í fyrri hluta Hádegisins fjallar Gunnar Dofri Ólafsson, umsjónarmaður hlaðvarpsins Leitin peningunum, um sparnaðarráð. Hvernig er best og - ekki síst auðveldast - spara? Þurfum við taka viljastyrk okkar og þrautseigju með í reikninginn? Er hægt spara jafnvel með nánast án þess hafa fyrir því?

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um stöðuna í Hong Kong. Kínverska þingið samþykkti í morgun umfangsmiklar breytingar á kosningakerfinu í Hong Kong og felast breytingarnar í því færri þingmenn eru kjörnir af íbúum héraðsins, á meðan meirihluti þingmanna er valinn eftir gaumgæfilega athugun nefndar á vegum kínversku stjórnarinnar. Samskipti Kína og Hong Kong hafa verið stirð undanfarin ár og svo virðist sem sjálfstjórnarhéraðið Hong Kong hægt og bítandi verða hluti af Kína, langt á undan áætlun.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

30. mars 2021

Aðgengilegt til

30. mars 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.