Hádegið

Ekkert lát á átökum í Mjanmar og óskemmtileg fótbolta ?veisla?

Í fyrri hluta Hádegisins förum við yfir nýjustu vendingar af átökunum í Mjanmar. eru verða liðnir tveir mánuðir frá því herforingjastjórnin í Asíuríkinu Mjanmar rændi völdum í landinu. Mótmæli almennings - sem krefst lýðræðis - hafa verið nær daglegt brauð síðan þá - þó ekki án alvarlegra afleiðinga. er talið vel á fimmta hundrað manns hafi fallið í átökunum á þeim skamma tíma sem herinn hefur verið við völd.

Í síðari hluta þáttarins ræðum við við íþróttafréttamennina Hauk Harðarson og Evu Björk Benediktsdóttur, en þau fylgja íslensku karlalandsliðunum í fótbolta eftir þessa daganna. A landsliðið tekur þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins og U-21 árs liðið keppir í lokakeppni Evrópumótsins í Ungverjalandi. Á fimmtudaginn hófst þessi fótboltaveisla, sem hefur breyst í frekar súrt partí. U-21 árs liðið tapaði þá fyrir Rússum 4-1 í Ungverjalandi og A liðið tapaði fyrir Þjóðverjum í Duisburg, 3-0. Í gær mætti svo U-21 liðið frædnum okkar Dönum. Þeim leik lauk með 2-0 sigri Dana. En stærsti skellurinn var eftir. Tvö núll tap A liðsins gegn Armenum í gærkvöld í Yerevan kom nokkuð á óvart. Af þessum fjórum tapleikjum er það kannski tapið gegn Armenum sem svíður hvað mest. Armenar eru í 99. sæti á Heimslista FIFA, heilum fimmtíu og fimm sætum fyrir neðan íslenska liðið.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

26. mars 2021

Aðgengilegt til

26. mars 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.