Hádegið

Smass-borgarar og stóri fótboltadagurinn

Í fyrri hluta Hádegisins er horfið frá umjöllun um kórónuveiru, eldgos og jarðskjálfta, og eyrum hlustenda beint því sem kitlar bragðlaukanna. minnsta kosti þeirra sem eru kjötætur. Það er komið vikulegri örskýringu Atla Fannars Bjarkasonar, sem ætlar segja okkur í dag hvers vegna hamborgari er ekki það sama og hamborgari. Eða ætti ég segja smassborgari, en svokallaðir smassborgarar hafa verið töluvert í umræðunni undanförnu. Gjörðu svo vel Atli Fannar.

Í síðari hluta þáttarins sláum við á þráðinn til Þýskalands og Ungverjalands. Í dag er stór dagur fyrir íslenskan fótbolta. A landslið karla leikur sinn 500. landsleik frá upphafi þegar liðið mætir því þýska í Duisburg í fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins í Katar. Rúmum tveimur tímum fyrr, eða eins og einum fótboltaleik fyrr, hefur U-21 árs landslið karla leik á lokakeppni Evrópumótsins í Ungverjalandi, en þar mætir liðið Rússum í fyrsta leik. Við ræðum við íþróttafréttamennina Hauk Harðarsson, sem er í Þýskalandi, og Evu Björk Benediktssdóttur í Ungverjalandi, um átökin framundan.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

25. mars 2021

Aðgengilegt til

25. mars 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.