Hádegið

Fimm ár frá hryðjuverkunum í Brussel og, er gasið úr gosinu hættulegt?

Það er eldgosgos í Geldingadölum. Í eldgosi ber ýmislegt varast - þar á meðal gasið sem streymir upp með gosinu. - En hvað er það nákvæmlega sem er varasamt við gasið? Er það hættulegt mönnum og dýrum, jafnvel landi og lífi? Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, kann svör við því. Katrín ræðir við hann í fyrri hluta Hádegisins.

Í síðari hluta þáttarins höldum við til Brussel. Belgar minntust þess í morgun fimm ár eru liðin frá hryðjverkaárásunum i Brussel 22. mars 2016 þar sem 32 voru myrtir og um 340 særðust. Þrír árásarmenn létu einnig lífið. Á seinni hluta þessa árs verður réttað yfir tíu sakborningum vegna hryðjuverkanna en samtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið lýstu ábyrgðinnni á hendur sér. Sveinn Helgason í Brussel ræddi af þessu tilefni við belgískan sérfræðing um baráttuna gegn hryðjuverkum og heyrði líka í Brusselbúa um þennan örlagaríka dag fyrir fimm árum.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

22. mars 2021

Aðgengilegt til

22. mars 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.