Hádegið

Hin umdeilda dánaraðstoð og er rasismi í The Bachelor?

Í fyrri hluta Hádegisins örskýrir Atli Fannar Bjarkason drama síðustu vikna í raunveruleikaþættinu The Bachelor, eða Piparsveinn, sem nýtur mikilla vinsælda hér heima og erlendis. Tuttugustu og fimmtu þáttarröðinni lauk nýlega. Það gekk á ýmsu við gerð þessarar þáttaraðar, þar sem bæði þáttarstjórnandinn og einn keppenda voru sökuð um kynþáttahatur. Þetta er flókið mál, og því við hæfi Atli taki við með sína vikulegu örskýringu, þar sem hann tekur fyrir flókin fyrirbæri og hugtök og útskýrir þau á einfaldan hátt. Í dag segir hann okkur frá rasisma og The Bachelor.

Í síðari hluta þáttarins er rætt um dánaraðstoð, sem stundum er kölluð líknardráp. Lög sem heimila dánaraðstoð voru staðfest á spænska þinginu í gær, og taka gildi í júní. Spánn verður þá eitt þeirra fáu ríkja sem heimila heilbrigðisstarfsfólki, og ættingjum þeirra sem vilja aðstoð við deyja, veita fólki dánaraðstoð. En hvað er dánaraðstoð g er vilji til lögleiða hana hér á landi? Guðmundur Björn ræðir við Ástríði Stefánsdóttur, dósent í hagnýtri siðfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands, en Ástríður er bæði læknir og heimspekingur.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

19. mars 2021

Aðgengilegt til

19. mars 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.