Hádegið

Áhrif Covid-19 á börn, og nýjar upplýsingar um uppruna veirunnar

Í fyrri hluta Hádegisins fjöllum við um áhrif Covid-19 á börn, nánar tiltekið í suðurhluta Asíu. Rannsókn á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem var birt í morgun, sýnir svo ekki verður um villst dauði hundraða þúsunda barna í Suður-Asíu tengist kórónuveirunni á einn eða annan hátt. Harðar sóttvarnaaðgerðir og matvælaskortur eru meðal ástæðna þess.

Í síðari hluta þáttarins skoðum við uppruna veirunnar. Rúmt ár er síðan Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti yfir heimsfaraldri kórónuveiru, en veiran á eins og flestir vita upptök sín rekja til borgarinnar Wuhan í Kína. Hinar og þessar kenningar eru uppi um hvernig þessa veira varð til, og hernig hún barst úr dýrum í menn. hafa sérfræðingar á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar rannskað þetta, og það verður forvitnilegt vita hvort þau komist því?

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

17. mars 2021

Aðgengilegt til

17. mars 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.