Hádegið

Enska kvennadeildin og morðið á Söruh Everard

Í fyrri hluta Hádegisins höldum við í heim íþróttanna eins og alltaf á mánudögum. Á síðustu árum hefur kvennaknattspyrna notið aukinna vinsælda, ekki aðeins hér heima heldur líka á heimsvísu. Meira og meira fjármagn streymir inn í kvennaboltann og leikmenn seljast á háar fjárhæðir, ekki síst á Englandi. Guðmundur Björn kynnti sér ensku atvinnumannadeildina í kvennafótbotla og ræddi við Evu Björk Benediktsdóttur, íþróttafréttamann, um uppgang hennar.

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um mál Söruh Everard, en síðast sást til hennar miðvikudagskvöldið þriðja mars. Hún hafði verið hjá vinafólki og var á leiðinni heim til sín í suðurhluta Lundúna. Breskur lögreglumaður hefur verið handtekinn og er sakaður um hafa rænt Everard og myrt hana. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi og fjöldi kvenna hefur stigið fram og greint frá því þær óöruggar og hræddar þegar þær eru einar á ferð kvöldlagi. Við fjöllum um málið og eftirköst þess í seinni hluta þáttarins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

15. mars 2021

Aðgengilegt til

15. mars 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.