Hádegið

Ríkisfangsleysi ÍSIS-kvenna og Borgarlína

Í fyrri hluta Hádegisins fjallar Atli Fannar Bjarkason um Borgarlínu í örskýringu vikunnar. Í byrjun febrúar var greint frá því fyrstu áfangar Borgarlínu kosta um þrjátíu milljarða króna, og stefnt því fyrstu vagnar hennar leggi af stað eftir fjögur ár. Mikill hiti staðið um þessa gríðarstóru breytingu á samgöngumálum höfuðborgarsvæðinu alveg frá því drög Borgarlínu voru kynnt upphaflega. Fólk skiptist í fylkingar, með eða á móti, stjórnmálafólk jafnt sem almenningur. En hvað er Borgarlína, hvað á hún eftir kosta og hverju kemur hún til með breyta? Í örskýringum sínum tekur Atli fyrir flókin fyrirbæri og hugtök og útskýrir þau á einfaldan hátt. Í dag segir hann okkur frá hinni mjög svo umdeildu borgarlínu.

Í síðari hluta þáttarins förum við til Sýrlands. Frá því Shamima Begum - sem fór á táningsaldri til Sýrlands og gekk til liðs við Íslamska ríkið - óskaði eftir snúa aftur heim til Bretlands - þar sem hún er fædd og uppalin, hefur mál hennar vakið mikla athygli og heitar umræður í Bretlandi. Sumir telja sýna verði stöðu hennar skilning og hleypa henni aftur heim. Aðrir vilja afdráttarlausari útkomu: tekið verði fyrir möguleika fólks, sem stutt hafi erlend hryðjuverkasamtök, til snúa aftur til landsins. hefur hæstiréttur Bretlands tekið afstöðu í málinu: Shamima Begum á ekki afturkvæmt til Bretlands, - Hún hefur verið svipt breskum ríkisborgararétti og verið bannað koma aftur. Begum dvelur í flóttamannabúðum í Sýrlandi - ríkisfangs- og réttindalaus. Katrín ræðir við Diljá Ragnarsdóttur lögfræðing um þetta margslungna og flókna mál í seinni hluta þáttarins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

12. mars 2021

Aðgengilegt til

12. mars 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.