Hádegið

Staðan í Mjanmar og af hverju er breska afbrigðið svona smitandi?

Í fyrri hluta Hádegisins fjöllum við um átökin í Mjanmar. minnsta kosti fimmtíu og fjórir almennir borgarar hafa látið lífið í mótmælum gegn herforingjastjórninni í asíuríkinu Mjanmar síðustu vikur. Síðustu daga hefur ofbeldið í átökum lögreglu og mótmælenda færst í aukanna. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt valdarán hersins 1. febrúar, en það virðist lítið benda til þess herforingjastjórnin hrökklast frá völdum.

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um breska afbrigði kórónuveirunnar. Fimm eru smitaðir með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þetta umtalaða breska afbrigði veirunnar - sem hefur breiðst út um Evrópu og víðar á það sem virðist vera ógnarhraða - virðist sem sagt vera komið á kreik í samfélaginu. En hvað er þetta breska afbrigði og hvernig er það frábrugðið öðrum afbrigðum veirunnar? Er það meira smitandi eða jafnvel hættulegra? Katrín ræddi við Kristjánsson yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans um þetta sérstaka afbrigði kórónuveirunnar.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

10. mars 2021

Aðgengilegt til

10. mars 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.