Hádegið

FIRE-hreyfingin og viðtalið við Meghan og Harry

Í fyrri hluta Hádegisins fjöllum við um heimilisfjármálin með Gunnari Dofra Ólafssyni, stjórnanda hlaðvarpsþáttarins Leitin peningunum. Er hægt setjast í helgan stein á fertugsaldri, jafnvel þrítugsaldri? Hvað þarf til? Hvað er FIRE-hreyfingin og er hún útbreidd á Íslandi?

Í síðari hluta þáttarins er fjallað um mál málanna. Órói innan Bresku konungsfjölskyldunnar er á allra vörum þessa daganna, sér í lagi eftir umdeilt viðtal Opruh Winfrey við Harry bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex. Í viðtalinu kom meðal annars fram Markle hafi íhugað taka eigið líf þar sem hún fékk enga hjálp frá konungsfjölskyldunni þegar hún glímdi viðandleg veikindi. Innan konungsfjölskyldunnar hafi einnig borið á kynþáttahatri í garð hennar og sonar þeirra hjóna, Archie. Guðmundur Björn ræðir við Önnu Lilju Þórisdóttur fréttamann um viðtalið og næstu skref í þessu sérkennilega máli.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

9. mars 2021

Aðgengilegt til

9. mars 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.