Hádegið

Örskýrð eldgos og enn er réttað yfir nasistum

Í fyrri hluta Hádegisins örskýrir Atli Fannar Bjarkason, fyrirbærið eldgos. Fátt hefur komist í fréttum síðustu daga annað en eldgos og jarðskjálftar. Jarðskjálftana höfum við öll fundið, en ekkert bólar þó á eldgosi. Á fundi almannavarna í fyrradag var greint frá því eldgos gæti þó verið í vændum á næstunni á Reykjanesskaga. Eitthvað hefur dregið úr þeim spádómi, en engu síður er ljóst það gæti vel farið gjósa á Reykjanesi. En hvað eru eldgos og hvernig orsakast þau? Í örskýringum sínum tekur Atli fyrir flókin fyrirbæri og hugtök og útskýrir þau á einfaldan hátt. Í dag segir hann okkur frá eldgosum.

Í síðari hluti þáttarins fjöllum við yfirstandandi réttarhöld yfir fangaverði í Sachsenhausen-fangabúðum nasista í síðari heimstyrjöld. Glæpir fortíðar geta fyrnst - það er segja oft eiga brot sér fyrningardag - en það er þó ekki alltaf raunin og sumir glæpir fortíðar geta komið í bakið á viðkomandi í fjarlægri framtíð - alvarlegir glæpir á borð þjóðarmorð og voðaverk.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

5. mars 2021

Aðgengilegt til

5. mars 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.