Hádegið

Refsiaðgerðir gegn Rússum og skipulögð glæpastarfsemi

Í fyrri hluta Hádegisins fjöllum við refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússum. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær bandarísk stjórnvöld hefðu lagt í refsiaðgerðir á leiðtoga Houthi stjórnarinnar í Jemen, og á Rússland. Aðgerðirnar gegn Rússum eru tilkomnar vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexey Navalny. Þá hefur Evrópusambandið gert slíkt hið sama. Rússar svöruðu ákvörðun Bandaríkjanna fullum hálsi í gær.

Í síðari hluta þáttarins höldum við til meginlands Evrópu. Skipulögð glæpastarfsemi snýst fyrst og fremst um græða peninga og koma illa fengnum ágóða í löglega starfsemi. Þá geta glæpamennirnir ávaxtað hann frekar og erfiðara er fyrir yfirvöld gera fjármuni og eignir upptækar. Margir glæpahópar starfa á alþjóðavísu og Íslendingar eru þar engin undantekning. Stjórnvöld víða um heim hafa brugðist við þessari þróun með auknu samstarfi, m.a. í alþjóðlegum stofnunum. Sveinn Helgason í Brussel ræddi við tengslafulltrúa Íslands hjá Europol, Grím Grímsson, og hitti líka belgískan blaðamann sem sérhæfir sig í glæpa- og lögreglufréttum.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

3. mars 2021

Aðgengilegt til

3. mars 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.