Hádegið

COVAX og hömluleysi í netheimum

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Í fyrri hluta Hádegisins fjallar Katrín um hegðun og hömluleysi í netheimum. Leyfum við okkur segja meira á bakvið tölvuskjáinn? Og hvers vegna?

Í gær urðu tímamót í baráttunni gegn Covid-19, þegar fyrstu bólusetningarnar á vegum Covax-samstarfsins voru gerðar. Covax-samstarfið er alþjóðlegt samstarf um sanngjarna dreifingu bóluefna gegn COVID-19 til fátækari ríkja heims. Engu síður er ljóst ríkari þjóðir heims hafa hamstrað bóluefni, á meðan hin fátæku og vanþróaðari sitja á hakanum. Í síðari hluta þáttarins ræðir Guðmundur Björn við Geir Gunnlaugsson, fyrrum landlækni, sem starafði um árabil í afríkuríkinu Gíneu-Bissá, um COVAX-stamstarfið og helstu áskoranir afríkuríkja í baráttuni við Covid-19, þegar bólusetning er á næstu grösum.

Birt

2. mars 2021

Aðgengilegt til

2. mars 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.