Hádegið

Eiga íþróttamenn að tjá sig um pólitík og er eldgos í vændum?

Í fyrri hluta Hádegisins er rætt við Kristínu Jónsdóttur, hópsstjóra náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftavirkni síðustu daga hefur án efa ekki farið framhjá einum einasta manni hér á landi. Margir velta því fyrir sér hvort skjálftavirknin geti verið undanfari eldgoss? Eða, mun hrinan hætta kannski jafn skjótt og hún byrjaði? Kristín Jónsdóttir veit meira um það.

Í síðara hluta þáttarins veltum við því fyrir okkur hvort íþróttamenn eigi skipta sér af pólitík. Sænska knattspyrnuhetjan Zlatan Ibrahimovic skaut föstum skotum á körfuboltamanninn Lebron James í síðustu viku fyrir þáttöku þess síðarnefnda í réttindabaráttu minnihlutahópa í Bandaríkjunum. James svaraði Svíanum fullum hálsi og sagðist aldrei ætla hætta berjast fyrir réttindum kúgaðra. Það hefur færst í aukanna síðustu ár íþróttamenn tjái sig um samfélagsmál, en sitt sýnist hverjum. Guðmundur Björn ræðir við Kristjönu Arnarsdóttur íþróttafréttamann um deilur þeirra James og Ibrahimovic, og hvort íþróttamenn eigi skipta sér af pólitík.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

1. mars 2021

Aðgengilegt til

1. mars 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.