Hádegið

John Geddert og forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu

Í fyrri hluta Hádegisins er fjallað um John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum, en hann fyrirfór sér í gær, aðeins nokkrum klukkustundum eftir hann var ákærður meðal annars fyrir mansal og kynferðisbrot gegn ungmennum.

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um auknar fjárveitingar til lögreglu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í grein í Morgunblaðinu í morgun, skipulögð brotastarfsemi hér á landi hafi færst í aukana á síðustu árum og mati lögreglunnar séu fimmtán starfandi hópar í landinu sem flokka megi sem skipulagða brotahópa. Stjórnvöld hafi ákveðið bregðast við þessu, meðal annars með því ráðstafaða 350 milljónum króna í sérstakan löggæslusjóð til þess efla lögregluna í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi. En hvers vegna hefur skipulögð brotastarfsemi færst í aukanna á síðustu árum, og hvað eru forvirkar rannsóknarheimilidir? Er þörf á þeim? Guðmundur Björn ræðir við Heiði Rán Kristinsdóttur lögfræðing og sérfræðing í málefnum tengdum löggæslu og skipulagðri brotastarfsemi.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

26. feb. 2021

Aðgengilegt til

26. feb. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.