Hádegið

Umhverfisráðherra of loftslagsmarkmiðin og þrautseigur jeppi á Mars

Í fyrri hluta Hádegisins er rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um markmið Íslands í loftslagsmálum. Stjórnvöld sendur nýferð frá sér uppfærð markmið Íslands í lofstlagsmálum til skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. En hvað felst í þessum nýju markmiðum og hverjar eru helstu áskoranir okkar á næstu árum í loftslagsmálum?

Í síðari hluta þáttarins höldum við til Mars. Geimjeppinn Preserverance, eða Þrautsegja, lenti á Mars á fimmtudaginn. Við skoðum hvað jeppanum Percy, eins og hann er kallaður, er ætlað gera á rauðu reikistjörnunni og hver tilgangur þessa tímafreka, umfangsmikla og flókna verkefnis er í seinni hluta þáttarins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

24. feb. 2021

Aðgengilegt til

24. feb. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.