Hádegið

Að kaupa eða leigja og vald samfélagsmiðla

Í fyrri hluta Hádegisins er rætt við Gunnar Dofra Ólafsson, vikulegan gest þáttarins, um hvort það betra leigja húsnæði eða kaupa, og af hverju. Undanfarið hefur fasteignaverð farið hækkandi, og það helst í hendur við stýrivaxtalækkanir seðlabankans, meðal annars. Við höfum rætt við Gunnar Dofra um lækkun vaxta, og einnig um hlutdeildarlánin svokölluðu, en allt þetta auðveldar fólki kaupa íbúð. Eða ætti gera það allavega. Það er þó svo það eru alls ekki allir sem geta kaupið íbúð, eða hreinlega vilja það. Hinn möguleikinn er þá leigumarkaðurinn, en á Íslandi er hann ansi erfiður, ólíkt því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar þar sem margir kjósa af fúsum og frjálsum vilja vera á leigumarkaði um ókomna tíð. En það er eitt og annað sem fylgir því eiga og viðhalda húsnæði, og það kostar fúlgur fjár. Í dag spurjum við, er betra kaupa húsnæði eða leigja, og hvers vegna?

Í síðari hluta þáttarins ræðir Katrín við Elfu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefnder um vald samfélagsmiðla. Tæknirisarnir Google og Facebook hafa verið mikið í umræðunni undanförnu í tengslum við tjáningarfrelsi og ritskoðun og hlutverk þeirra þar lútandi.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

23. feb. 2021

Aðgengilegt til

23. feb. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.