Hádegið

Ngozi Okonjo-Iweala og fangelsuð prinsessa í Dúbaí

Í fyrri hluta Hádegisins höldum við til Nígeríu. Nígeríski hagfræðingurinn Ngozi Okonjo-Iweala er nýr forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Okonjo-Iweala tekur við embættinu fyrsta mars og verður þá bæði fyrsti Afríkubúinn og fyrsta konan til gegna þessu áhrifamikla embætti. En hver er þessi merkilega kona og hvað tekur við hjá henni í embætti?

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við Latifu, prinsessu af Sameinuðu arabísku furstadæmunum og dóttur Sjeiks Mohammed bin Rashid al Maktoum, leiðtoga landsins. Breska ríkisútvarpið, BBC, birti í gær í myndbönd sem sýna Latifu hvar hún greinir frá því henni hafi verið haldið nauðugri í glæsivillu í Dúbaí. Málið er hið forvitnilegasta en um leið ógnvekjandi.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

17. feb. 2021

Aðgengilegt til

17. feb. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.