Hádegið

50-30-20 og framtíð Rússlands eftir Navalny

Í fyrri hluta þáttarins fjallar Gunnar Dofri Ólafsson um sparnaðarráð. Flest okkar kannast eflaust við vilja gjarnan spara meira og eyða minna - og sumir kannast jafnvel við spyrja sig hvert peningarnir fari eiginlega í lok mánaðar. En hvað er til ráða? Hvernig er skynsamlegast ráðstafa tekjum sínum? Gunnar Dofri, umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Leitin peningunum, fjallar um sparnað og hina svokölluðu fimmtíu-þrjátíu-tuttugu reglu í Heimilisfjármálum dagsins - vikulegum lið Hádegisins.

Í síðari hluta þáttarins höldum við áfram fjalla um rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny. Réttarhöldum yfir Navalny, sem áttu halda áfram í dag, hefur verið frestað fram á laugardag. Navalny, sem nýverið var dæmdur í tæplega þriggja ára fangelsi fyrir skilorðsbrot, er gefið sök hafa móðgað stríðsetju úr síðari heimsstyrjöld. Meðferð rússneskra stjórnvalda á Navalny og barátta hans fyrir lýðræðisumbótum í Rússlandi hefur ekki aðeins vakið heimsathygli, heldur einnig orðið til þess fleiri og fleiri Rússar eru orðnir andsnúnir Pútín forseta. Guðmundur Björn ræðir við Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands, um hvaða áhrif Alexei Navalny og mál hans hefur haft á rússneskt samfélag.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

16. feb. 2021

Aðgengilegt til

16. feb. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.