Hádegið

Engin bóluefnarannsókn og náttúrumiðað hagkerfi

Í fyrri hluta Hádegisins fjöllum við um stærstu tíðindi gærdagsins. Ekkert varð af því samningar næðust milli stjórnvalda og bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer, um bóluefnarannsókn fyrirtækisins færi fram hér á landi. Þetta varð ljóst í gær eftir fund Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, með fulltrúum Pfizer. Þessar fregnir voru sem köld vatnsgusa í andlit margra landsmanna, sem sáu COVID-laust Ísland í hillingum; enda hefðu þá um 500 þúsund skammtar af bóluefni frá Pfizer þá borist til Íslands og voru landsmenn svo gott sem búnir kveðja veiruna. En út á hvað gekk þess hugmynd og hvers vegna gekk hún ekki eftir?

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um náttúrumiðuð hagkerfi. Við lifum og hrærumst í náttúrunni og tilvist okkar er háð henni. Auk þess byggja mörg okkar lífsviðurværi sitt á henni. Það er hins vegar ekki ókeypis, en talið er ágengni okkar á náttúruna og auðlindir hennar kosti okkur - jarðarbúa þúsundir milljarða á ári hverju. Þrátt fyrir það er náttúran sjálf og virði hennar hvergi tekin sjaldan tekin með í reikninginn. Því spyrjum við - er tími til kominn til endurskoða hagkerfi heimsins og taka upp nýtt - náttúrumiðaðra hagkerfi?

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

10. feb. 2021

Aðgengilegt til

10. feb. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.