Hádegið

Orkuskipti og réttarhöldin yfir Donald Trump

Þótt kórónuveiran og útbreiðsla hennar um heimsbyggðina hafi lagt undir sig nær alla fréttatíma undanfarið ár eru víðast hvar enn sömu vandamál til staðar í heiminum, þótt við heyrum kannski minna af þeim. Eitt af þeim er loftslagsváin, sem var fyrirferðamikil í umræðunni á síðustu árum og verður áfram næstu ár og áratugi. Stjórnvöld út um allan heim, víðast hvar allavega, leggjast á eitt í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Ýmsir valkostir eru í stöðinni fyrir þjóðir heims til minnka kolefnisfótsporið.

Eitt af þeim úrræðum eru svokölluð orkuskipti. Gunnar Dofri Ólafsson, umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Leitin peningunum hefur litið á heimilsfjármálin í Hádeginu undanfarnar vikur, og veltum við því fyrir okkur hvort orkuskipti borgi sig.

Málaferli gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington sjötta janúar, hefjast í Öldungardeild Bandaríkjaþingsins í dag. Þetta er í annað sinn sem ákæru um embættisglöp gegn Donald Trump ber á borð þingsins. Við förum yfir þetta mál í síðari hluta þáttarins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

9. feb. 2021

Aðgengilegt til

9. feb. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.