Hádegið

Astra Zeneca og hinn ósigrandi Tom Brady

Í fyrri hluta Hádegisins er fjallað um bólefni Astra Zeneca, en á laugardaginn bárust um tólf hundruð skammtar af efninu til landsins. Til stendur 74 þúsund skammtar berist fyrir lok mars. Bóluefnið frá Astra Zeneca er til dæmis ódýrara í framleiðslu en hin tvö og auðveldara er flytja það og geyma en önnur bóluefni, en virkni þess þykir þó minni en í bólefnum Pfizers og Moderna. Katrín fjallar um kosti og ókosti þessa bóluefnis.

Í síðari hluta þáttarins fjallar Guðmundur um hinn 44 ára gamla Tom Brady, sem vann sína sjöundu Ofurskál í ameríska fótboltanum í gær. Tom Brady og félagar hans í Tampa Bay Buccaneers völtuðu yfir Kansas City Chiefs í úrslitaleiknum, sem fram fór á heimavelli Buccaneers í Tampa í Flórída í nótt. En hvað gerir Brady svona einstakan? Eva Björk Benediktsson íþróttafréttamaður, svarar því.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

8. feb. 2021

Aðgengilegt til

8. feb. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.