Hádegið

Valdaránið í Mjanmar og svikahrappar í Hollywood

Í fyrri hluta Hádegisins er fjallað um ástandið í Mjanmar, en herinn framdi valdarán í landinu aðfaranótt mánudags. Aung San Suu Kyi, leiðtoga NLD flokksins, hefur ekki enn verið sleppt úr haldi og sömu sögu er segja af öðrum þingmönnum flokksins.

Í seinni hluta þáttarins höldum við áfram fjalla um svik og svikahrappa. Mikið hefur verið fjallað um mál Hollýwood svikadrottningarinnar svokölluðu í fjölmiðlum undanförnu. En svikadrottningin - sem reyndist vera fjörutíu-og-eins árs karlmaður frá Indónesíu - náði svíkja nokkrar milljónir Bandaríkjadollara úr vongóðu fólki innan kvikmyndageirans í Hollýwood á um sjö árum. Hann var loks handsamaður í Bretlandi í desember í fyrra, eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir, og bíður ákæru. Þegar von á bók um þetta furðulega mál eftir Scott Johnson, rithöfund og þá er einnig vert nefna ítarlega er farið yfir málið í hlaðvarpinu Chameleon: Hollywood Con Queen.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

5. feb. 2021

Aðgengilegt til

5. feb. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.