Hádegið

Nígeríusvindlarar og Navalny dæmdur í fangelsi

Í fyrri hluta Hádegisins er fjallað um svokölluð Nígeríusvindl, svindl sem byggjast á hvers konar fyrirframgreiðslum. Óprúttnir svikahrappar herja á grandalausa rithöfunda um allan heim um þessar mundir. Þeir villa á sér heimildir - þykjast vera háttsettir starfsmenn hjá virtum bókaútgefendum og reyna rithöfunda til láta af hendi óútgefin handrit. Íslenskir rithöfundar eru ekki undanskildir þessu svindli. Tilgangur svindlsins er enn ekki fyllilega ljós - en sumir telja með þessu séu svikahrapparnir reyna vinna sér inn traust rithöfundanna til geta svo svikið af þeim í kjölfarið. En, hvernig virkar svona svindl?

Í síðari hluta þáttarins er fjallað um dóm sem féll yfir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny í Moskvu í gær, en hann hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir brot á skilorði. Mikil mótmæli hafa verið víðsvegar um Rússland síðustu daga og upp úr sauð milli lögreglu og stuðningsmanna Navalnys í gær, þegar dómurinn féll. Við ræðum við Dagnýu Huldu Erlendsdóttur fréttamann um Navalny, dóminn og framtíð lýðræðis í Rússlandi.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

3. feb. 2021

Aðgengilegt til

3. feb. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.