Hádegið

Valdarán í Mjanmar og stýrivextir

Í fyrri hluta Hádegisins fjallar Gunnar Dofri Ólafsson um stýrivexti, en pengiastefnunefnd Seðlabankans kynnir vaxtaákvörðun sína á morgun. Búist er við því þeir verði óbreyttir um skeið - jafnvel út árið. En hvað eru vextir, og hvað eru stýrivextir? Hver er tilgangur slíkra vaxta?

Herinn hefur tekið völdin í landinu Mjanmar í suðaustur Asíu, og handtekið hátt setta embættismenn úr röðum stjórnarflokksins NLD, þar á meðal leiðtoga flokksins, frelsishetjuna Aung San Suu Kyi. Einungis tíu ár eru síðan lýðræði var komið á í landinu eftir langa stjórn hersins.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

2. feb. 2021

Aðgengilegt til

2. feb. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.