Hádegið

Bóluefnadeilur Breta og ESB og Danir aftur heimsmeistarar

Í fyrri hluta Hádegisins er stiklað á stóru um Covid-19 tengd mál og hver staðan er á bólusetningum erlendis. Eins og vanalega er af nægu taka. Katrín, en mikið hefur borið á hatrömmum deilum á milli Evrópusambandsins og bresk-sænska lyfjaframleiðandans AstraZeneca. AstraZeneca tilkynnti sem sagt í janúar tafir yrðu á afhendingu á bóluefninu til Evrópusambandsins á þessum fyrsta ársfjórðingi. Erfiðleikar hefðu komið upp við framleiðslu bóluefnisins í verksmiðjum á meginlandi Evrópu, í Hollandi og Belgíu - það er segja verksmiðjum innan ESB, sem ollu þessum töfum sögn lyfjaframleiðandans.

Í seinni hluta þáttarins fjöllum við heimsmeistaramót karla í handbolta, sem lauk í gær. Danir eru heimsmeistarar annað skiptið í röð, en þeir höfðu betur gegn Svíum í úrslitaleiknum í Kaíró, 26-25. Rætt er við Þorkel Gunnar Sigurbjörsson, íþróttafréttamann, um þetta nýafstaðna mót, gengi Íslands og hvers vænta af íslenska liðinu í framtíðinni.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

1. feb. 2021

Aðgengilegt til

1. feb. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.