Hádegið

Gamestop og hert þungunarrofslöggjöf í Póllandi

Í fyrri hluta Hádegisins hlýðum við á örskýringu Atla Fannars Bjarkasonar um verslunarkeðjuna GameStop. Bandarískur vogunarsjóður ætlaði græða stórlega á fyrirhuguðu tapi eða fjárhagsvandræðum, verslunarkeðjunnar GameStop, sem selur allt sem viðkemur tölvuleikjum, með því nýta sér svokallaða skortsölu hlutabréfa. Hinsvegar greina fréttir frá því þau plön hafi stórlega misfarist þegar stór hópur lítilla fjárfesta keyrði hlutabréfaverð fyrirtækisins upp á örlagastundu.

Í síðari hluta þáttarins er rætt um lög um þungunarrof, sem tóku gildi í Póllandi í gær. Héðan af er þungunarrof með öllu bannað í landinu og aðeins leyfilegt gangast undir þungunarrof í algjörum undantekningartilvikum, það er segja, ef kona verður þunguð eftir nauðgun eða ef líf og heilsa móðurinnar er í hættu. Rætt er við Wiktoriu Johönnu Ginter.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

28. jan. 2021

Aðgengilegt til

28. jan. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.