Hádegið

Heimur berst við Covid-19 og Ísland úr leik á HM

Í fyrri hluta Hádegisins er fjallað um kórónuveiruna, en víða erlendis er verða herða sóttvarnaraðgerðir, þótt hér á landi séu smittölur lágar. Hörð mótmæli brutust út í Danmörku og Hollandi um helgina, nýr forseti Bandaríkjanna hefur boðað hertar aðgerðir þar í landi.

Í seinni hluta þáttarins sláum við á þráðinn til Einars Arnar Jónssonar íþróttafréttamanns í Egyptalandi. Íslenska karlalandsliðið llauk keppni á HM í handbolta í gær með naumu tapi gegn Norðmönnum. Við ræðum við Einar um gengi Íslands á mótinu, umdeild ummæli landsliðsþjálfarans, hvers megi vænta af liðinu í framtíðinni, og hvaða lið eru sigurstranglest.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

25. jan. 2021

Aðgengilegt til

25. jan. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.