Hádegið

Bólusetningar og Biden bíður ekki boðanna

Í fyrri hluta Hádegisins hlýðum við á örskýringu Atla Fannars Bjarkasonar um bólusetningar. Af hverju ganga bólusetningar gegn Covid-19 svona hægt? Er verið bólusetja alla aðra en okkur hér á landi? Af hverju er þetta allt svona ruglingslegt og hvenær verðum við komin með þetta hjarðónæmi?

Í síðari hluta þáttarins ætlum við skoða fyrstu embættisverk Joe Bidens á forsetastóli, en þau eru ófá. Já, Biden beið ekki boðanna og þegar hann var rétt sestur á skriborðsstólinn á forsetaskrifstofunni var búinn skrifa undir heilar fimmtán forsetatilskipanir. En aldrei hefur forseti Bandaríkjanna skrifað undir svo margar tilskipanir á einum degi. Margar þeirra snúast þá um "vinda ofan af" - ef svo orði komast - verkum forvera hans, Donalds Trumps.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

21. jan. 2021

Aðgengilegt til

21. jan. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.