Hádegið

Biden settur inn í embætti og sakaruppgjafir Trumps

Í fyrri hluta Hádegisins er fjallað um innsetningarathöfnin í Washington D.C. í dag, þar sem Joe Biden tekur við embætti 46. forseta Bandaríkjanna. Athöfnin er með óhefðbundnum hætti, ekki aðeins vega útbreiðslu kórónuveirunnar heldur einnig vegna hryðjuverkaógnar.

Í síðari hluta þáttarins er fjallað um náðunarvald Bandaríkjaforseta, en Donald Trump náðaði 73 í gær og mildaði sjötíu dóma, á sínum síðasta degi í embætti.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

20. jan. 2021

Aðgengilegt til

20. jan. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.