Hádegið

Fjármálalæsi og helstu áskoranir Joe Biden

Í fyrri hluta Hádegisins fjallar Gunnar Dofri Ólafsson um fjármálalæsi í vikulega liðnum Heimilisfjármálin. Hvers vegna er mikilvægt vera læs á fjármál, og hversu mikið er hægt spara ef maður kíkir oftar fremur en sjaldnar á heimabankann?

Í síðari hluta þáttarins ræðir Guðmundur Björn við Albert Jónsson, fyrrum sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, um helstu áskoranir Joe Biden á forsetastóli. Biden tekur formlega við embætti forseta á morgun, en hverjar verða áherslur hans í efnahags- og utanríkismálum?

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

19. jan. 2021

Aðgengilegt til

19. jan. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.