Hádegið

Örskýrð bankasala og Donald Trump ákærður, aftur

Í fyrri hluta Hádegisins heyrum við örskýringu Atla Fannars Bjarkasonar á fyrirbærinu bankasala, en þetta hugtak hefur verið mikið í umræðunni undanförnu. Af hverju er aftur farið ræða um sölu Íslandsbanka einmitt núna? Hvenær á ríkið eiginlega selja banka? Hvenær selur maður banka og hvenær selur maður ekki banka?

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við ákæru fulltrúadeilar Bandaríkjþings á hendur forseta landsins, Donald Trump. Samþykkt var ákæra forsetann fyrir embættisglöp í starfi vegna árásarinnar á þinghúsið í síðustu viku. Þetta er í annað skipti sem forsetinn er ákærður fyrir embættisglöp og er hann fyrsti forsetinn sem er þess vafasama heiðurs aðnjótandi.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

14. jan. 2021

Aðgengilegt til

14. jan. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.