Hádegið

Myrkravefurinn og heimilisfjármálin með Gunnari Dofra

Í fyrri hluta þáttarins fjöllum við um það á mánudaginn lokaði þýska lögreglan einu stærsta ólöglega markaðstorgi hins svokallaða myrkravefs, markaðstorginu DarkMarket. Vefsvæðinu var lokað og slökkt á vefþjónum þess á mánudaginn í kjölfar umfangsmikillar alþjóðlegrar lögregluaðgerðar. Meintur höfuðpaur og eigandi markaðsins var handsamaður af þýsku lögreglunni á flótta nærri landamærum Danmerkur á laugardaginn. En notendur leita á leita á myrkravefinn, sem ekki er aðgengilegur netverjum nema með sérstökum hugbúnaði, til þess geta átt í nafnlausum viðskiptum, skiptast á ólöglegu efni eins og klámi, eiturlyfjum eða illa fengnum upplýsingum eins og kortaupplýsingum eða vefaðgöngum. Á markaðstorginu, sem gjarnan hefur verið kallað Ebay glæpamannanna, gengu meðal annars eiturlyf, illa fengin gögn og falsaðir peningar kaupum og sölum fyrir milljónir króna.

Í seinni hluta Hádegisins kynnum við til sögunnar nýjan lið þáttarins, Heimilsfjármálin með Gunnari Dofra Ólafssyni. Við byrjum á því ræða um verðbólgu.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

13. jan. 2021

Aðgengilegt til

13. jan. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.