Hádegið

Kosningar í Úganda og hvað er í bóluefni Moderna?

Í fyrri hluta hádegisins fjöllum við um forsetakosningar í Úganda, sem haldnar verða á fimtudag. Þar hefur sami forseti haldið um stjórnartaumanna síðastliðin 35 ár. Hann mætir mótspyrnu úr óvæntri átt, en ein vinsælasta poppstjarna Úganda, Bobi Wine, nýtur mikil fylgis meðal ungs fólks í landinu.

Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um nýtt bólefni Moderna við COVID-19, en tólfhundruð skammtar af bóluefni frá lyfjafyrirtækinu Moderna komu til landsins með fraktflugi Icelandair frá Belgíu rétt fyrir klukkan átta í morgun. er svo beðið er eftir grænu ljósi frá fyrirtækinu um flutningar á efninu til landsins hafi gengið samkvæmt áætlun - og fáist það verður öllum líkindum hægt hefja bólusetningar með efninu strax á morgun. Þetta er annað bóluefnið sem hlýtur markaðsleyfi hér á landi, en bóluefni Pfizer og BioNTech varð fyrra til. Við spyrjum því: Hvað er þetta nýja bóluefni og hvernig er það frábrugðið bóluefni Pfizer og BioNTech?

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

12. jan. 2021

Aðgengilegt til

12. jan. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.