Hádegið

Jón Typpakall og átökin í bandarískum stjórnmálum

Í fyrri hluta Hádegisins er fjallað um John Dillermand, danska barnaþætti sem hófu göngu sína í vikunni og hafa vakið mikið umtal. Þættirnir fjalla um typpakallinn Jón, miðaldra mann í matrósafötum og með snyrtilegt yfirvaraskegg, ekki ólíkur útbrunnu karlmódeli sem Jean-Paul Gaultier hefði ráðið í vinnu. Hann býr hjá langömmu sinni, og er með risastórt typpi sem hefur sinn eigin vilja.

Í síðari hluta þáttarins ræðir Katrín við Birnu Önnu Björnsdóttur rithöfund, sem hefur lengi búið í Bandaríkjunum, um niðurstöður endrutekinna kosninga í Georgíuríki og áhrif þeirra á stjórnartíð Joe Bidens, verðandi Bandaríkjaforseta.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

8. jan. 2021

Aðgengilegt til

8. jan. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.