Hádegið

Söguleg árás á þinghúsið, og fyrsta örskýringin

Hádegið í dag er tileinkað atburðunum á Capitol Hill í Washington D.C. í gær, þegar hundruð stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, tókst með ótrúlegum hætti ryðja sér leið inn í þinghúsið, og valda þar skemmdarverkum. Fjórir létust í átökum við lögreglu.

Atli Fannar Bjarkarson mætir til leiks með sína fyrstu örskýringu, þar sem hann fjallar um tildrög atburðanna í gær. Í seinni hluta þáttarins fjöllum við nánar um nákvæmlega hvað átti sér stað, og hverjar afleiðingarnar verða fyrir núverandi forseta. Verður hann ákærður fyrir embættisglöp, þótt einungis séu tæpar tvær vikur þar til hann á láta af embætti.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

7. jan. 2021

Aðgengilegt til

7. jan. 2022
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.