Hádegið

Aurskriður og jólunum frestað í Bretlandi

Í fyrri hluta Hádegisins ræðir Katrín við Esther Hlíðar Jensen um aurskriður. Sérfræðingar hjá Veðurstofunni hafa, í kjölfar hörmulegra náttúruhamfara á Seyðisfirði, unnið hörðum höndum undanfarna daga, eðli málsins samkvæmt kannski. En hvað nákvæmlega eru aurskriður.

loknum hádegisfréttum kemur Bogi Ágústsson til okkar og við ætlum ræða um stöðuna í Bretlandi. Það styttist í áramót og ekkert bólar á viðskipstasamningi Breta og ESB, og allt stefnir í samingslausa útgöngu. Þá greindist nýtt afbrigði af kórónuveirunni þar í landi nýverið sem þykir einkar smitandi, eins og við ræddum um í gær. Semsagt, það er allt í skrúfunni í Bretlandi.

Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.

Birt

22. des. 2020

Aðgengilegt til

22. des. 2021
Hádegið

Hádegið

Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.