Glans

FLUG: grasrót

Í lokaþætti þáttaraðar um flug heimsækjum við Albert Sigurjónsson, húsasmið sem hefur varið nær öllum frístundum sínum síðustu tuttugu ár, og meira en það, í smíða flugvélar. Afraksturinn er tvær handsmíðaðar fullbúnar flugvélar sem Albert flýgur sjálfur yfir Suðurlandi. Við spyrjum; hvernig smíðar maður flugvél?

Umsjónarmaður: Anna Gyða Sigurgísladóttir

Birt

18. des. 2020

Aðgengilegt til

18. des. 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.