Glans

FLUG: flugfreyjur & flugslysið á Sri Lanka

Í dag heyrum við af iðju flugfreyja frá sjónarhóli Oddnýjar Björgólfsdóttur, þaulreyndrar flugfreyju sem hóf störf 1968. Hún segir okkur frá því hvernig starfið hefur breyst í gegnum tíðina, rifjar upp sögur, raunir sem og gleðistundir. Einnig heyrum við merkilega frásögn hennar af örlagaríkum degi árið 1978, en Oddný er ein fimm Íslendinga sem komust lífs af úr flugslysinu á Sri Lanka, mannskæðasta flugslysi íslenskrar flugsögu.

Umsjónarmaður: Anna Gyða Sigurgísladóttir

Birt

11. des. 2020

Aðgengilegt til

13. des. 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.