Glans

FLUG: flugmenn og flugstjórar

Í þætti dagsins kynnum við okkur starf flugmanna og flugstjóra. Fáum skyggnast á bak við tjöldin, spyrjum meðal annars; hvernig er tilfinningin þegar flugvélin tekur á loft? Hvernig var fyrsta flugið? Hvert er það eftirminnilegasta? Hvenær kviknaði flugáhuginn? Hvernig er lífið á faraldurstímum þegar lítið er flogið? Einnig heyrum við gamalt viðtal við Björn Pálsson, frumkvöðul í sjúkraflugi á Íslandi.

Viðmælendur eru: Hallgrímur Jónsson, Inga Lára Gylfadóttir og Þorvaldur Friðrik Hallsson,

Birt

27. nóv. 2020

Aðgengilegt til

29. nóv. 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.