Glans

FLUG: flugvirkjar

Í þessari stuttþáttaröð Glans eru innviðir flugheims skoðaðir. Fjallað er um flugvelli, flugumferðarstjórn, flugmenn, flugfreyjur og flugvirkja, sem og grasrótarstarfsemi og fyrirbæri eins og flugkvíða. Í dag kynnum við okkur flugstétt sem er ekki oft í sviðsljósinu - við skoðum starf flugvirkja.

Flugvirkjar eru þeir sem meta ástand flugvéla, gera við þær, framkvæma reglubundnar skoðanir og passa þessar gríðarstóru, níðþungu vélar fljúgi áfallalaust með farþega um loftin blá. Enn er nóg gera hjá einhverjum flugvirkjum. Um allan heim eru flugvélar í kyrrstöðu á jörðu niðri og bíða eftir því fljúga á ný. Kyrrstaða flugvéla er meira vesen en maður hefði haldið því „flugvél í kyrrstöðu þarf meira viðhald en þegar hún er í notkun. Það versta sem getur komið fyrir flugvélar er láta þær standa á jörðinni,“ eins og Hörður Már Harðarson. Við erum í flugskýli og viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli í þætti dagsins.

Umsjónarmaður: Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Birt

20. nóv. 2020

Aðgengilegt til

22. nóv. 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.