Glans

FLUG: saga II

Í nýrri stuttþáttaröð Glans verða innviðir flugheimsins skoðaðir; flugvellir, flugumferðarstjórn, flugmenn, flugfreyjur og flugvirkjar, sem og grasrótarstarfsemi og fyrirbæri eins og flugkvíði. Í þætti dagsins höldum við áfram á sögulegum nótum; skoðum þróun flugs á Íslandi frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar og heyrum meðal annars dagbókarskrif farþega úr fyrsta íslenska millilandafluginu til Bandaríkjanna og gamalt viðtal við Ernu Hjaltalín, fyrstu íslensku konuna sem tók einkaflugmanns- og atvinnuflugmannspróf.

Umsjónarmaður: Anna Gyða Sigurgísladóttir

Birt

13. nóv. 2020

Aðgengilegt til

15. nóv. 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.