Glans

FLUG: draumur & saga

Í dag hefur göngu sína spánný stuttþáttaröð Glans þar sem svifið verður með hlustendur um heim flugsins. Í seríunni verða innviðir flugheims skoðaðir; flugvellir, flugumferðarstjórn, flugmenn, flugfreyjur og flugvirkjar, sem og grasrótarstarfsemi og fyrirbæri eins og flugkvíði. Í þætti dagsins skoðum við þrá mannsins til fljúga um skýjað fjalllendi háloftanna og merka atburði úr sögu flugsins hér heima og víðar.

,,Frá örófi alda hefur ein ofdirfskufyllsta ósk mannsins verið draumurinn um flug hans verði veruleika,?? eins og Sigurður Magnússon blaðafulltrúi sagði í erindi í tilefni af sérstakri hátíðardagskrá Ríkisútvarpsins árið 1959. Haldið var upp á þá voru fjörutíu ár liðin síðan íslensk flugvél hóf sig fyrst á loft af íslenskum flugvelli. Við hlýðum á viðtalsbrot úr þeim þætti þar sem rætt var við stjórnarmann í fyrsta Flugfélags Íslands, sem stóð fluginu, sjónarvotta, flugmenn og fyrstu íslensku flugfarþegana.

Einnig verður rætt við Arnþór Gunnarsson sagnfræðing sem skrifaði Sögu flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi, og Kristínu Höllu Baldvinsdóttur sýningarstjóra vefsýningar Ljósmyndasafns Íslands, „Fyrsta flug á Íslandi“.

Umsjónarmaður: Anna Gyða Sigurgísladóttir

Birt

6. nóv. 2020

Aðgengilegt til

8. nóv. 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.