Glans

TEXTÍLL: aktívismi

Við höfum fjallað um textíl og hannyrðir í þessari seríu af Glans og til dæmis skoðað mismunandi efni og aðferðir. Í dag ætlum við í aðeins aðra átt og kanna þann fjölbreytta tilgang sem getur legið baki hannyrðum.

Hvaða þýðingu geta hannyrðir haft? Hvaða ávinning geta þær haft í för með sér - bæði fyrir þann sem stundar þær en einnig samfélagið allt? Er hægt miðla skilaboðum, svo sem pólitískum skilaboðum, með krosssaumi, hekli og prjóni? Geta hannyrðir haft áhrif? - Og jafnvel átt þátt í því breyta heiminum til hins betra?

Umsjónarmaður: Katrín Ásmundsdóttir

Birt

30. okt. 2020

Aðgengilegt til

1. nóv. 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.