Glans

GÆLUDÝR: vinnandi fólk & dýr

Í þessum lokaþætti okkar um gæludýr, og jafnframt síðasta þætti Glans fyrir sumarfrí, ætlum við tala við vinnandi fólk um vinnandi dýr. Nánar tiltekið ræðum við við rannsóknarlögreglumanninn Stefán Velemir um samstarf og samlífi hans og lögregluhundsins Busters.

Í hverju felst starf fíkniefnaleitarhunds hjá lögreglunni? Hvernig þjálfar maður hund í þetta starf? Finnst þeim gaman í vinnuni og standa þeir sig almennt vel í starfi? Getur verið dagamunur á þeim eins og okkur mönnunum? Þurfa þeir þá vinnufrið? Hvernig er samstarfi og samskiptum umsjónarmanns og hunds háttað? Skiptir tengingin þeirra á milli máli hvað varðar vel unnin störf?

Birt

26. júní 2020

Aðgengilegt til

28. júní 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.