Glans

GÆLUDÝR: sjálfræði

Við ætlum áfram skoða umgengni okkar við dýrin allt í kringum okkur og manninn í miðjunni í Glans í dag. Í þessum þætti beinum við sjónum okkar sjálfræði dýranna:

Hvaða réttindi hafa dýrin í dag, eða - hvaða réttindi höfum við veitt þeim? Hvernig komum við mennirnir almennt fram við aðrar lífverur sem deila með okkur þessum heimi? Hvernig ættum við koma fram við önnur dýr - og hver fær ákveða það? Ættum við koma eins fram við öll dýr eða er ástæða fyrir því okkur flestum þykir kannski vænna um hunda og ketti en til dæmis fiska eða maura? Er munur á hundum og köttum en til dæmis kjúklingum og svínum, og af hverju leggjum við frekar síðarnefndu tegundirnar okkur til munns?

Á þessu málefni, eins og svo mörgum, eru skoðanirnar allskonar og allavega. Í þessum þætti fáum við skyggnast inn í tvær þeirra.

Birt

19. júní 2020

Aðgengilegt til

21. júní 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.