Glans

GÆLUDÝR: gagnkvæmni

Við höldum áfram skoða dýr í Glans þætti dagsins en í þetta sinn ætlum við reyna setja okkur í spor dýranna sjálfra og sjá hvernig málið lítur út frá þeirra sjónarhorni.

Hafa þau jafn gott af samlífinu og við mennirnir? Er tengingin sem við upplifum oft sem svo sterka endurgoldin? Hvaða áhrif höfum við á þau? Hvað þurfa dýrin frá okkur? Getum við yfir höfuð skilið hvað dýrin vilja og þurfa - getum við vitað hvað þau hugsa? Getum við átt samskipti við dýrin okkar - getum við sett okkur í þeirra spor? Eru þau samskipti sem við eigum við dýrin allt í kringum okkur raunveruleg eða aðeins ímyndun okkar?

Í næsta þætti ætlum við kafa dýpra í þessar vangaveltur og beina sjónum okkar réttindum dýranna og kanna hvort við mennirnir komum alltaf rétt og vel fram við aðrar lífverur sem byggja þennan heim? Hvað er rétt og hver ákveður það?

Birt

12. júní 2020

Aðgengilegt til

14. júní 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.