Glans

GÆLUDÝR: missir

„Þegar einstæðingur, og þá ef til vill sérstaklega einmana kona, lætur vel hundi sínum eða ketti hugsa nærstaddir gjarnan sem svo: „Nú jæja, þetta er henni huggun því hún á ekki eiginmann, börn, neinn tilgang í lífinu og svo framvegis.“ snúa sálfræðingar þessu við og segja hundur eða köttur geti í mörgum tilvikum stuðlað því menn öðlist meiri lífsorku, bæði líkamlega og andlega, og geti jafnvel gefið eldra fólki lengra líf. Hundur eða köttur geta veitt mönnum meiri andlega- og líkamlega vellíðan en nokkur sálfræðingur eða læknir, segja þeir.“

Þetta er brot úr greininni „Sálfræði og gæludýr“ eftir Jórunni Karlsdóttur sem birt var í Morgunblaðinu 1986.

Við höfum lengi vitað nærvera við falleg og góð gæludýr getur haft afskaplega góð áhrif á okkur mennina. Dýrin geta haft gríðarlega mikla þýðingu fyrir eigendur sína og samband manns og dýrs getur verið sterkt. Það er einmitt þess vegna sem það getur verið svo sárt þurfa lokum kveðja kæran vin.

Við fjöllum um sorg og missi í Glans í dag. Hvernig er þurfa ákveða hvort það eigi svæfa gæludýrið? Hvaða þættir skipta þar máli? Hvernig er missirinn þegar gæludýr á í hlut? Er sorgin frábrugðin því þegar ástvinur af mannkyni fellur frá? Hvernig lítur samfélagið á þess konar sorg og missi? Hefur orðið breyting þar á? Hvað gerist svo þegar dýr er dáið? Hvað verður um það?

Birt

5. júní 2020

Aðgengilegt til

7. júní 2021
Glans

Glans

„Það sem er raunverulega áhugavert við hvert og eitt okkar eru grímurnar, ekki raunsæið á bak við þær. Þetta er auðmýkjandi játning, en við erum öll gerð úr því sama,“ skrifaði Oscar Wilde í einni ritgerða sinna. Án grímunnar og dýrðarljómans erum við öll tiltölulega svipuð, mannleg. Í þessari þáttaröð verður varpað ljósi á glansmyndirnar allt um lykjandi. Fyrirbrigði, táknmyndir og hugmyndir verða skoðaðar frá persónulegu sjónarhorni og til mynda fjallað um minni, svik, hlustun, hraða, feguð,fölsun, eignir og egó.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir.